Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

sunnudagur, október 05, 2003 :::
 
Hæ,
Erum nýkomin úr ferð norður í Þistilfjörð. Við fylgdum Árna frænda til grafar. Athöfnin var látlaus og virðuleg með hlýju yfirbragði. Alveg eins og hann var. Söknuðurinn gerði áþreifanlega vart við sig þegar staðið var yfir moldum þessa vandaða og trausta manns, sem lifði langa ævi sér og sínum til sóma.

Ferðin heim gekk vel. Á leiðinni fengum við þær sorgarfréttir að Ilda, tengdamóðir Palla, væri látin. Ilda var falleg og hæversk kona. Við þökkum fyrir að hafa hitt hana í Barcelona í vor þegar hún var á leið til Íslands til stuttrar dvalar hjá Elísabetu og Palla.
Blessuð sé minning hennar.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 10:12 e.h.


 
Elsku Palli,
Til hammara með ammara, sem þarf varla lengur að útleggja. En sem sagt: Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið. Megir þú eiga marga og góða afmælisdaga í ókominni framtíð.
Mamma

::: posted by Bergthora at 9:58 e.h.




Powered by Blogger